Notkunarskilmálar
Þjónustuskilmálar
Við staðfestingu pöntunar á www.hverslun.is skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála þessa.
Viðskiptaskilmálar
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur
greitt kaupverðið að fullu
Verð
Allt verð í netversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.
Greiðslumöguleikar
Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Valitor á Íslandi. Hægt er að
greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti.
Þegar greiðslan hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst með staðfestingu á
pöntun.
Gjafabréf
Gjafabréf H Verslunar gilda ekki með öðrum gjafabréfum, afsláttum eða tilboðum.
Skilaréttur
Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum allt að 14
dögum eftir staðfestingu pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Að varan sé í fullkomnu lagi
- Að varan sé ónotuð
- Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum
H Verslun metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er áfátt. Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.
Ef um galla er að ræða er nauðsynlegt að tilgreina hann strax við afhendingu á vörunni. Gölluð vara er endurgreidd ásamt sendingarkostnaði innan 14 daga eða annað eintak af vöru er sent til kaupanda honum að kostnaðarlausu.
Vörur með gjafamiða fæst skilað innan þess tíma er tilgreindur er á gjafamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta fyrir upphæð vörunnar.
Lagaákvæði
Um skilmála þessa gilda eftirtalin lög:
Lög um neytendasamninga, nr. 16/2016
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr.
32/2002
Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu,
nr. 57/2005
Reglur um verðmerkingar og einingaverð við sölu á vörum,
nr. 536/2011
Reglur um verðupplýsingar við sölu á þjónustu, nr.
537/2011
Kaupalög; neytenda-, lausafjár- og þjónustukaup
Höfundaréttur
Allt efni á www.hverslun.is, texti, grafík, lógó og myndir, eru eign
Icepharma hf.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál
vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda
frá 16.apríl 2018.
Persónuverndarstefna
Innra öryggi vefs
Þjónusta www.hverslun.is safnar nauðsynlegum persónuupplýsingum fyrir
viðskiptasamband svo sem greiðslukortanúmeri notenda til að þjónustan virki að
óskum. Til að tryggja hámarksöryggi notenda og móttekinna persónuupplýsinga
fylgir vefurinn íslenskum og alþjóðlegum lögum um viðskipti og persónuvernd.
Þinn aðgangur
Sem skráður notandi á wwwhverslun.is berð þú ábyrgð á
trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem þú kannt að nota
til aðgangs á vefinn. Við skráningu samþykkir þú að bera ábyrgð á öllum
notkunartilvikum varðandi „Síðuna mína“ og lykilorð. H Verslun áskilur sér
einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta
innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggisástæðum eða
öðrum ástæðum. Staðgreiðsluviðskipti fara fram með kreditkorti á birtu verði
sem getur verið listaverð eða tilboðsverð eftir atvikum.
Skráðar upplýsingar um notenda
Sem skráður notandi á www.hverslun.is safnar H Verslun upplýsingum um eftirfarandi atriði:
·
Upplýsingum um pöntun: pöntunarnúmer, hvaða vörur voru
pantaðar og í hvaða magni/stærðum/litum og upplýsingum um greiðslumáta. Þetta
er hluti af bókhaldsgögnum og auðveldar rekjanleika ef fletta þarf upp
viðskiptunum síðar.
·
Upplýsingar um viðskiptavin:
o
Nafn, heimilisfang og póstnúmer sem er notað af Póstinum
til afhendingar vöru og í H Verslun þegar vara er sótt til að staðfesta að um
sé að ræða þann aðila er greiddi fyrir vöruna. Ef notandi óskar eftir að fá
vöruna senda til þriðja aðila er þeim upplýsingum einnig safnað í sama
tilgangi.
o
Netfang er notað til að senda rafræna kvittun fyrir kaupum og ef
hafa þarf samband við notanda vegna afgreiðslu á pöntun. Hafi viðskiptavinur samþykkt
að skrá netfang sitt á póstlista er netfangið einnig notað í markaðslegum
tilgangi til að kynna nýjar vörur, tilboð, viðburði o.þ.h.
o
Símanúmer er notað af Póstinum ef upp koma vandamál við afhendingu
á sendingu og ef hafa þarf samband við notanda vegna afgreiðslu á pöntun.
H Verslun kann að nota svokölluð "cookies" og
sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um hvernig notendur nota
heimasíðu H Verslunar. Gerir þetta H Verslun kleift að hanna vefsíðu sína
þannig að hún gagnist viðskiptavinum sínum sem best.
Upplýsingar um viðskipti eða notenda, hvort sem þær eru
almennar eða bundnar reglum um persónuvernd verða ekki seldar eða afhentar öðru
fyrirtæki án samþykkis nema til þess að afhenda vöru eða þjónustu sem viðskiptavinur
hefur óskað eftir.
Viðskiptavinir geta óskað eftir því að persónulegum
gögnum (öðrum en þeim er tilheyra bókhaldsgögnum samkvæmt lögum) sé eytt úr
gagnagrunnum H Verslunar. Við ábyrgjumst ekki eyðingu gagna sem önnur fyrirtæki
og þjónustuaðilar eins og t.d. pósturinn og greiðsluþjónustur safna í tengslum
við viðskiptin.