Um vörumerkið
Garmin var stofnað árið 1989 í Kansas í Bandaríkjunum og er nafnið með vísun í stofnendur þess, Gary Burrell og Min Kao.
Fyrirtækið hefur alla tíð framleitt vörur tengdri GPS tækninni og í upphafi voru framleidd staðsetningartæki fyrir flugvélar.
Megin vöruflokkar Garmin eru flugið, bílinn, báturinn, útivistin og sportið. Garmin hóf sölu á fyrsta GPS hlaupaúrinu árið 2003 með Forerunner 101 úrinu og síðan þá hefur mikil þróun verið í þeim flokki og eru Garmin úrin í dag þekkt um allan heim með áherslu á heilsu og hreyfingu.