Fara í efni
Gleymt lykilorð Nýskráning
Þú nýskráir þig í H klúbbinn í fyrstu kaupum.

Karfan þín

Karfan er tóm.

  • Kíktu í heimsókn á Bíldshöfða 9. Opið 10-18 mán-fös og 11-16 lau

Persónuverndaryfirlýsing H verslunar

H Verslun selur vörur til viðskiptavina í verslun sinni að Bíldshöfða 9 sem og í vefverslun á vefsvæðinu: www.hverslun.is. Eftirfarandi persónuverndaryfirlýsingin veitir viðskiptavinum og öðrum upplýsingar um vinnslu og meðhöndlun persónuupplýsinga hjá H Verslun eftir því sem við á. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (pvl).

Það sem fram kemur í persónuverndaryfirlýsingu H Verslunar er til viðbótar öðrum persónuverndarfyrirvörum sem H Verslun kann að veita einstaklingum í ákveðnum tilvikum vegna tiltekinnar vinnslu persónuupplýsinga. Því er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að efni yfirlýsingarinnar sé á hverjum tíma tæmandi heimild um vinnslur sem framkvæmdar eru í tengslum við starfsemi H Verslunar. Hin öra þróun á starfrænu og tæknilegu umhverfi gerir það einnig að verkum að breytingar á vinnslu persónuupplýsingum gætu verið nauðsynlegar. H Verslun áskilur sér því rétt til að uppfæra og breyta þessari yfirlýsingu sé þess þörf og taka breytingarnar þá gildi við birtingu uppfærðrar yfirlýsingar á vefsíðu H Verslunar. Ef um verulegar breytingar er að ræða mun H Verslun birta sýnilega tilkynningu þess efnis á vefsíðu H Verslunar.

Fyrir frekari upplýsingar eða spurningar í tengslum við persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem ekki er að finna svör við í þessari yfirlýsingu skal haft samband við persónuverndarfulltrúa Icepharma á netfangið: personuvernd@Icepharma.is eða með því að hafa samband við Persónuvernd.

Síðast uppfært: september 2023

 

1. Almennt um meðhöndlun og vinnslu persónuupplýsinga hjá H Verslun

H Verslun ber ábyrgð á vinnslu og meðhöndlun persónuupplýsinga um viðskiptavini og aðra sem ábyrgðaraðili persónuupplýsinganna, þ.e. sá aðili sem ákveður tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga.

Í tengslum við starfsemi H Verslunar kunna að safnast persónuupplýsingar um viðskiptavini og aðra, s.s. auðkennisupplýsingar, samskiptaupplýsingar, fjármálaupplýsingar, upplýsingar um áhugamál og venjur, upplýsingar um kauphegðun og viðskiptasögu, tæknilegar upplýsingar um notkun á vefsíðu sem og aðrar upplýsingar sem gætu talist persónuupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga. Upplýsingarnar koma ýmist frá einstaklingunum sjálfum, þ.e. upplýsingar sem þeir veita eða skrá sjálfir, með sjálfvirkri tækni eða frá þriðja aðila.

H Verslun safnar og vinnur aðeins persónuupplýsingar á grundvelli viðeigandi heimildar í persónuverndarlögunum og í samræmi við þær meginreglur sem gilda um slíka vinnslu. Persónuupplýsingarnar eru því eingöngu unnar í skýrt tilgreindum og málefnalegum tilgangi og aðeins að því marki sem telst nauðsynlegt og viðeigandi miðað við tilgang vinnslunnar hverju sinni.

Hér að neðan má finna upptalningu og nánari lýsingu á því hvenær, þ.e. í hvaða tilgangi, H Verslun kann að vinna persónuupplýsingar um einstaklinga, á hvaða heimild vinnslan byggir og hversu lengi slíkar upplýsingar eru varðveittar. Þess ber þó að athuga að ekki ber að túlka upptalninguna sem tæmandi heimild fyrir hvers konar vinnsluaðgerðum sem framkvæmdar eru í tengslum við starfsemi H Verslunar.

 

2. Vinnsla persónuupplýsinga í starfsemi H Verslunar

a. Vinnsla persónuupplýsinga við heimsókn og notkun á vefsíðu H Verslunar

Tilgangur: Þegar einstaklingur heimsækir og notar vefsvæði H verslunar, www.hverslun.is, safnast ákveðnar tæknilegar upplýsingar með sjálfvirkum hætti, m.a. með notkun vafrakaka, atvikaskráningu og svipaðri tækni. Slíkar tæknilegar upplýsingar teljast nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsvæðisins. Vefsvæði H Verslunar safna hins vegar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur nema notandi gefi leyfi sitt fyrir því og er þá notkun mæld með þjónustu þriðju aðila (þjónusta frá Google og Facebook) sem safna persónuupplýsingum í skilningi persónuverndarlaga.

Heimild: Vinnslan byggist á lögmætum hagsmunum H Verslunar (sbr. 6. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.) af því að viðhalda grunnvirkni vefsvæðis í nafni H Verslunar og á samþykki viðskiptavinar þegar það á við (sbr. 1. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.)

Tegund persónuupplýsinga: IP tala, dagsetning og tími heimsóknar, GMT upplýsingar, http kóði, upplýsingar um flutt gagnamagn, vefsíða sem biður um aðgang, slóð gesta á milli vefsíða, tegund vafra, tungumálastillingar, útgáfa af stýrikerfi vafrahugbúnaðar, mælingar á umferð um vefsvæði, fjöldatölur, samtölur varðandi t.d. aldur og kyn notenda, og upplýsingar um aðra hegðun og notkun notanda á vefsvæði, o.fl.

Ath: Flestar af þessum upplýsingum eru ópersónurekjanlegar í okkar notkun. Þrátt fyrir það geta þriðju aðilar, s.s. Facebook og Google, búið yfir meiri upplýsingum um notendur (persónugreinanlegum) að baki þessum upplýsingum.

Ath: Fyrir notendur sem eru eða hafa nýlega verið innskráðir á Facebook, getur Facebook tengt upplýsingar um heimsókn á okkar vef beint við viðkomandi Facebook notanda. Með sama hætti geta auglýsingakerfi Google tengt notkunarupplýsingar við þá persónuprófíla sem þau búa yfir, prófíla sem eru ýmist nafnlausir eða innihalda persónurekjanlegar upplýsingar á borð við nafn, netfang eða símanúmer.

Flutningur: já, upplýsingum deilt með þriðju aðilum ef samþykki er veitt þegar það á við.

Varðveislutímabil: mismunandi eftir eðli upplýsinga. Sumar upplýsingar eyðast út við það að notandi lokar vafranum, aðrar upplýsingar geymast í klukkutíma, nokkra mánuði og jafnvel 1 eða fleiri ár eða þar til t.d. ákveðnum tegundum af vafrakökum er hafnað. Hér má lesa vafrakökuyfirlýsingu H Verslunar.

 

b. Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við vörukaup í vefverslun

Tilgangur: Viðskiptavinur vill framkvæma vörukaup í gegnum vefverslu H Verslunar og þarf í því skyni að skrá persónuupplýsingar.

Heimild: Vinnsla nauðsynleg til að efna samning sem viðskiptavinur er aðili að og/eða til að gera ráðstafanir að beiðni viðskiptavinar áður en samningur er gerður (sbr. 2.tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.)

Tegund persónuupplýsinga: Nafn, netfang, kennitala, sími, heimilisfang, póstnúmer, staður, land, greiðsluupplýsingar.

Flutningur: nei

Varðveislutímabil: óskilgreint

 

c. Vinnsla persónuupplýsinga við nýskráningu í H klúbbinn og á póstlista H Verslunar

Tilgangur: Viðskiptavinur óskar eftir að stofna aðgang/skrá sig í H klúbbinn og þarf í því skyni að skrá persónuupplýsingar. Við skráningu í H klúbbinn skráist viðskiptavinur einnig á póstlista H Verslunar.

Heimild: Vinnsla byggist á samþykki viðskiptavinar (sbr. 1. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.) og telst einnig nauðsynleg til að efna samning sem viðskiptavinur er aðili að og/eða til að gera ráðstafanir að beiðni viðskiptavinar áður en samningur er gerður (sbr. 2.tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.)

Tegund persónuupplýsinga: Nafn, netfang, kennitala, sími, heimilisfang, póstnúmer, staður, land, áhugasvið, áhugamál, pöntunar- og kaupsaga.

Flutningur: já, upplýsingum deilt með Mailchimp sem hýsir póstlista H Verslunar og er tól sem notað er í markaðslegum tilgangi. Mailchimp tengist svo þjónustum Google og Facebook til notkunar við frekara markaðs- og kynningarstarf H Verslunar.

Varðveislutímabil: Upplýsingarnar sem vistast og verða til við stofnun aðgangs að vefsvæði H Verslunar vistast hjá H Verslun þar til viðskiptavinur óskar eftir að aðgangi hans sé eytt og/eða þar til hann afskráir sig af póstlista H Verslunar.

d. Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við annað markaðs- og kynningarstarf

Tilgangur: H Verslun notast við mailchimp og aðrar þjónustur (Google og Facebook) fyrir frekari markaðs- og kynningarstarf.

Heimild: Vinnsla byggist á lögmætum hagsmunum H Verslunar (sbr. 6. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.) af því að geta sinnt markaðs- og kynningarstarfi og á samþykki viðskiptavinar þegar það á við (sbr. 1. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.).

Tegund persónuupplýsinga: Nafnáhugasvið, áhugamál, pöntunar- og kaupsaga.

Flutningur: já, upplýsingum deilt með Mailchimp sem hýsir póstlista H Verslunar og er tól sem notað er í markaðslegum tilgangi. Mailchimp tengist svo þjónustum Google og Facebook til notkunar við frekara markaðs- og kynningarstarf H Verslunar.

Varðveislutímabil: Upplýsingarnar sem vistast og verða til við stofnun aðgangs að vefsvæði H Verslunar vistast hjá H Verslun þar til viðskiptavinur óskar eftir að aðgangi hans sé eytt og/eða þar til hann afskráir sig af póstlista H Verslunar.

 

e. Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við rafræna vöktun

Tilgangur: Í öryggis- og eignavörsluskyni sem og í þágu rekjanleika og gæðamála.

Heimild: Vinnslan byggist á lögmætum hagsmunum H Verslunar (sbr. 6. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl.).

Tegund persónuupplýsinga: myndbandsupptökur

Flutningur: já, upplýsingum deilt með Securitas sem þjónustar H Verslun með öryggiskerfi, öryggismyndavélakerfi, eftirlitsferðir, vöktun o.fl.

Varðveislutímabil: í samræmi við persónuverndarlög og reglur nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

3. Réttindi einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga

Persónuverndarlög tryggja einstaklingum ákveðin réttindi varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga, m.a. til upplýsinga um það hvernig persónuupplýsingar eru unnar, til aðgangs að upplýsingunum, til leiðréttingar og eyðingar á persónuupplýsingum, til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga, til að óska eftir takmörkunum á vinnslu persónuupplýsinga, til að draga samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga til baka o.fl. H Verslun virðir réttindi eigenda persónuupplýsinga en eftirtalin réttindi geta þó verið háð takmörkunum sem leiða m.a. af lögum, hagsmunum annarra sem upplýsingarnar varða eða mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum H Verslunar.

Vilji einstaklingur leggja fram beiðni er varðar ofangreind réttindi skal það gert með því að senda tölvupóst til persónuverndarfulltrúa á netfangið: personuvernd@Icepharma.is. Persónuverndarfulltrúi vinnur úr beiðninni og heldur beiðanda upplýstum. H Verslun áskilur sér þó rétt til að neita að afgreiða beiðni sem er augljóslega tilefnislaus og óhófleg.

Svo unnt sé að afgreiða beiðni þarf beiðandi að vera tilbúinn til þess að veita persónuverndarfulltrúa persónuupplýsingar svo tryggja megi auðkenningu hans. Formleg afgreiðsla beiðnar getur ekki hafist fyrr en auðkenning hefur farið fram.