Fara í efni
Gleymt lykilorð Nýskráning
Þú nýskráir þig í H klúbbinn í fyrstu kaupum.

Karfan þín

Karfan er tóm.

  • ATH! 1.-3. desember getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefversun.

Viðskiptaskilmálar H verslunar

 

1. Gildissvið

H verslun selur vörur í verslun að Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík, sem og í vefverslun sinni á vefsvæðinu: www.hverslun.is. H verslun er í eigu Icepharma hf., kt. 6202696119, Lyngháls 13, 110 Reykjavík. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur H verslunar annars vegar og kaupanda vöru (einnig vísað til sem "viðskiptavinur" eða "notandi").

Viðskiptavinur (eða "kaupandi") er sá einstaklingur sem kaupir vöru í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Viðskitpavinur getur líka verið fyrirtæki og eiga þá við lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Um viðskipti í vefverslun H verslunar gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016. Um viðskiptin í vefverslun gilda einnig lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Ofangreind lög gilda um réttarstöðu viðskiptavinar og seljanda þegar sérstökum ákvæðum þessara viðskipta

Skilmálar þessir eiga við um kaup á vöru í verslun og/eða í vefverslun H verslunar eftir því sem við á hverju sinni. Með því að samþykkja skilmála þessa staðfestir viðskitpavinur að hann er upplýstur um rétt sinn og skyldur við kaup á vöru í H verslun. Frávik frá þessum skilmálum telst ekki samþykkt nema með undirritun seljanda. H verslun áskilur sér rétt til að uppfæra og breyta skilmálum þessum sé þess þörf og taka breytingarnar þá gildi við birtingu uppfærðra skilmála á vefsíðu H verslunar. Ef um verulegar breytingar er að ræða mun H verslun birta sýnilega tilkynningu þess efnis á vefsíðu H verslunar.

2. Samskiptaupplýsingar

Hafi viðskiptavinur spurningar sem ekki má finna svör við í skilmálum þessum er hægt að hafa samband í síma: +354 540 8080 eða senda fyrirspurn á netfangið: vefverslun@hverslun.is.

3. Upplýsingar um vörur og verð

H verslun selur vörur í verslun og í vefverslun og býður kaupanda að vitja vörunnar í verslun eða fá vöruna senda á skilgreindan áfangastað. Eftir atvikum selur H verslun vörur í umboði þriðja aðila og geta slíkir þriðju aðilar borið beina ábyrgð gagnvart kaupanda. Leitast er við að upplýsa kaupanda þegar það á við. Öll verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar. Ef mistök verða við verðmerkingar á vörum í vefverslun, sem eru þess eðlis að kaupanda má vera ljóst að um augljós mistök sé að ræða, áskilur H verslun sér rétt til að falla frá afgreiðslu á pöntun og endurgreiða viðskiptavin án tafar hafi greiðsla farið fram.

4. Skráning í H klúbbinn og á póstlista H verslunar

Viðskiptavinir H verslunar geta valið að stofna aðgang á vefsíðu H verslunar: www.hverslun.is, og skrá sig þar með í H klúbbinn. Aðild að H klúbbi færir meðlimum ýmis fríðindi, s.s. 15% afslátt af fyrstu kaupum, fría heimsendingu ef verslað er fyrir kr. 10.000,- eða meira (í stað 15.000), tilkynningar um nýjar vörur og afslætti á undan öðrum, sérstök tilboð sem eingöngu standa meðlimum til boða o.fl. Stofnun notendaaðgangs á vefsíðu H verslunar og skráning í H klúbbinn er val hverju sinni og viðskiptavinir geta alltaf framkvæmt vörukaup í gegnum vefverslun H verslunar án þess að stofna aðgang og án þess að gerast meðlimir í H klúbbnum.

Sem skráður notandi á vefsíðu H verslunar ber viðskiptavinur ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem viðskiptavinur kann að nota til aðgangs á vefsvæðinu. Við nýskráningu samþykkir viðskiptavinur að bera ábyrgð á allri notkun er tengist aðganginum. Vilji notandi láta eyða aðgangi sínum á vefsvæði H verslunar eða þurfi hann að koma á framfæri upplýsingum er tengjast aðgangi hans skal senda tölvupóst á netfangið: vefverslun@hverslun.is.

Við nýskráningu í H klúbbinn skráist viðskiptavinur á póstlista H verslunar. Aðilar á póstlista H verslunar fá reglulega sendan tölvupóst sem inniheldur m.a. fréttir og fróðleik af H Magasín, upplýsingar um tilboð, vörur og vöruframboð í H verslun, upplýsingar um viðburði, kannanir og tilkynningar um gjafaleiki og vinningshafa í gjafaleikjum o.fl.

Viðskiptavinur getur ávallt skráð sig af póstlistanum og þar með hafnað viðtöku markpósts. Hægt er að gera slíkt með því að smella á tengil neðst í póstinum og staðfesta afskráningu eða með því að senda beiðni þess efnis á netfangið: personuvernd@icepharma.is. Aðgangur sem notandi hefur stofnað á vefsvæði H verslunar (skráning í H klúbbinn) eyðist þó ekki þó viðkomandi afskrái sig af póstlista H verslunar. Vilji notandi einnig láta eyða aðgangi sínum á vefsvæði H verslunar skal hann senda beiðni þess efnis á netfangið: vefverslun@hverslun.is.

Við skráningu í H klúbbinn og þar með á póstlista H verslunar er upplýsingum sem viðskiptavinir skrá sjálfir og verða til við notkun á vefsvæði H verslunar deilt með Mailchimp. Mailchimp hýsir póstlista H verslunar og er tól sem notað er í markaðslegum tilgangi. Mailchimp tengist svo þjónustum Google og Facebook til notkunar við frekara markaðs- og kynningarstarf H verslunar. Nánari upplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga þeirra sem skrá sig í H klúbbinn má finna í persónuverndaryfirlýsingu H verslunar sem meðlimir eru hvattir til að kynna sér sérstaklega.

5. Pöntun, greiðsla og fyrirvari um afgreiðslu vörukaupa í vefverslun

Ef viðskiptavinur er undir 16 ára aldri ber honum að upplýsa foreldra eða forráðamann um skilmála þessa og fá samþykki þeirra áður en stofnaður er aðgangur á vefsíðu H verslunar og áður en vörukaup eru framkvæmd.

Viðskiptavinir geta skoðað og breytt völdum vörum í körfu í vefverslun. Þegar viðskiptavinur ætlar að ganga frá pöntun velur hann ''KLÁRA KAUP'' þar sem skrá þarf netfang, nafn, kennitölu (valkvætt), símanúmer og heimilisfang. Því næst þarf viðskiptavinurinn að velja ‚‘SENDINGAR- OG GREIÐSLUMÁTA‘‘ og velja hvernig hann vill fá vöruna afhenta. Viðskiptavinur verður að hafa gefið upp rétt heimilisfang óski hann eftir því að fá vöruna senda heim. Sé ekki hægt að staðfesta það heimilisfang sem viðskiptavinur skráir áskilur H verslun sér rétt til að hafna afhendingu og hætta við afgreiðslu á pöntun.

Því næst þarf viðskiptavinur að velja greiðslumáta. H verslun notar örugga greiðslugátt frá Valitor á Íslandi. Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti. Viðskiptavinur þarf að staðfesta greiðslu með 3D Secure öryggiskóða sem hann fær sendan í það símanúmer sem tengt er við það greiðslukort sem viðskiptavinur hyggst nota við greiðslu á vörukaupum. Einnig er hægt að nota greiðslulausnirnar Netgíró og Síminn Pay þegar greitt er fyrir vörukaup í vefverslun

Áður en viðskiptavinur velur ''LJÚKA PÖNTUN'' þarf hann að staðfesta að hann hafi kynnt sér viðskiptaskilmála H verslunar. Því næst fær hann sendan tölvupóst sem staðfestir móttöku pöntunar. Í kjölfarið, þegar greiðsla fyrir kaupunum hefur borist H verslun og pöntun er tilbúin til afhendingar, fær viðskiptavinur senda staðfestingu á kaupum og rafrænan reikning í tölvupósti. H verslun áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, stöðva eða falla frá afgreiðslu á pöntun ef þurfa þykir, m.a. af öryggisaðstæðum, ef upp koma tæknileg vandamál, vandamál við afhendingu eða önnur vandamál sem koma í veg fyrir endanlega afgreiðslu pöntunar. Viðskiptavinur verður látinn vita ef slík staða kemur upp og hafi greiðsla farið fram fyrir vörukaupunum er endurgreiðsla framkvæmd án tafar.

6. Gjafabréf og afsláttarkóðar

Viðskiptavinir geta greitt með gjafabréfi bæði í verslun og vefverslun. Þegar greitt er með gjafabréfi í vefverslun er kóði fylltur inn í viðeigandi reit og virkjaður áður en gengið er frá pöntun í kaupferlinu. Gjafabréf gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Í markaðsskyni bjóðum við meðlimum H klúbbsins og öðrum viðskiptavinum reglulega upp á afsláttarkóða sem nota má þegar vörur eru keyptar í vefverslun H verslunar. Slíkir kóðar gilda aðeins í takmarkaðan tíma og kunna að vera háðir sérstökum skilyrðum, s.s. eingöngu til notkunar við kaup á tilteknum vörum, vöruflokkum, vörumerkjum og/eða þegar keypt er fyrir ákveðna lágmarksupphæð. Aðeins er hægt að nota einn afsláttarkóða fyrir hverja pöntun. Afsláttarkóðar hafa ekkert staðgreiðslugildi og því ekki hægt að innleysa andvirði þeirra fyrir reiðufé, gjafabréf eða inneign. Afsláttarkóðann þarf að slá inn og virkja áður en gengið er frá pöntun í viðeigandi reit í kaupferlinu, þ.e. áður en greitt er fyrir pöntunina. Ekki er mögulegt að fá inneignarnótu fyrir andvirði afsláttarkóðans ef kaupandi gleymir að slá inn kóðann áður en hann lýkur pöntunarferlinu. H verslun áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi eða stöðva pantanir ef grunur vaknar um misnotkun á afsláttarkóðum.

7. Afhendingar- og sendingarmáti

Viðskiptavinur sem kemur í verslun og kaupir vöru fær vöruna afhenta þar. Vara sem keypt er í vefverslun H verslunar getur viðskiptavinur ýmist valið að sækja í verslunina sjálfa eða valið að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingastað.

Sóttar pantanir:

Kaupandi, sem pantað hefur í gegnum vefverslun H verslunar en velur að sækja pöntun í verslun, skal framvísa staðfestingu á vörukaupum, s.s. rafrænum reikningi, er hann vitjar vörunnar. H verslun tekur sér 2-3 virka daga til afgreiðslu sóttra pantana. Kaupanda berst staðfesting í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun.

Sendar pantanir:

Velji viðskiptavinur að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingastað tekur H verslun sér 2-3 virka daga þar til vöru er komið til flutningsaðila sem flytur hana á umbeðinn afhendingarstað. Upphæð sendingarkostnaðar ræðst af þeim sendingarmáta sem viðskiptavinur velur en fellur niður ef verslað er fyrir kr. 15.000,- eða meira. Fyrir viðskiptavini sem skráðir eru í H klúbbinn er miðað við lægri upphæð, sjá nánari upplýsingar í kafla 4.

Viðskiptavinir geta valið um að fá vöruna senda á skilgreint heimilisfang, í póstbox, á pósthús, pakkaport eða á afhendingastaði Dropp. Pósturinn og Dropp eru dreifingaraðili H verslunar og sjá um sendingu og afhendingu á keyptum vörum til viðskiptavina. Um afhendingu vörunnar gilda því afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þessara aðila. Eingöngu er hægt að fá vörur H verslunar sendar innan Íslands. H verslun áskilur sér rétt til að breyta skilmálum er varða verð, afhendingar- og sendingarmáta, án fyrirvara.

8. Skila- og skiptaréttur

Skilafrestur á keyptum vörum í verslun og vefverslun er 30 dagar frá dagsetningu kvittunar eða rafræns reiknings fyrir kaupunum. Þess ber þó að athuga að réttur viðskiptavinar til endurgreiðslu er mismunandi eftir því hvort vara er keypt í verslun eða vefverslun.

  • Vara sem keypt er í verslun og viðskiptavinur vill skila býðst að skipta vörunni í aðra vöru eða skila vörunni og fá útgefna inneignarnótu að upphæð vörunnar. Upphæð inneignarnótu miðast við það söluverð sem tilgreint er á kvittun fyrir kaupunum.
  • Vara sem keypt er í vefverslun og viðskiptavinur vill skila býðst að fá vöruna að fullu endurgreidda sé henni skilað innan 14 daga frá kaupunum og þeirri dagsetningu sem skráð er á rafrænan reikning. Upphæð endurgreiðslu miðast við það söluverð sem tilgreint er á reikningi fyrir kaupunum. Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin. Sé vöru sem keypt er í í vefverslu hins vegar skilað síðar, þ.e. eftir að 14 dagar eru liðnir frá vörukaupum, er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði vörunnar á rafrænum reikningi fyrir kaupunum.

Skil á vöru eru háð eftirfarandi skilyrðum:

  • Að vöru sé skilað innan 30 daga frá dagsetningu kvittunar/rafræns reiknings fyrir kaupunum.
  • Framvísað sé kvittun/rafrænum reikningi fyrir kaupunum eða vara merkt með skiptimiða.
  • Að varan sé ógölluð, í fullkomnu lagi og í söluhæfu ástandi
  • Að varan sé ónotuð
  • Að varan sé í óuppteknum og/eða upprunalegum umbúðum.
  • Að allir aukahlutir sem fylgja með vörunni, ef við á, séu til staðar.
  • Að vara sé ekki sérpöntuð eða sérsniðin að þörfum viðskiptavinar eða á annan hátt framleidd og afhent samkvæmt forskrift kaupandans eða ber skýrt auðkenni hans.
  • Að vara sé ekki fyrnd eða þess eðlis að líklegt sé að hún fyrnist/rýrni, sbr. matvara og snyrtivara.
  • Að varan sé ekki útsöluvara eða tilboðsvara og/eða sérstaklega merkt þannig að henni fáist ekki skipt.

 

Starfsfólk H verslunar metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða neita viðskiptavini um fulla endurgreiðslu sé eitthvert ofangreindra skilyrða ekki uppfyllt. Starfsmenn H verslunar geta þó í einstaka tilvikum ákveðið að taka á móti vöru þó ofangreind skilyrðu séu ekki uppfyllt og fær viðskiptavinur þá kaupverðið endurgreitt að hluta, að hámarki 70% af kaupverði.

Ef kaupandi telur sig hafa keypt eða fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: vefverslun@hverslun.is um leið og galla er vart sem inniheldur lýsingu á umræddum vörugalla. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sannarlega gölluð vara er endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent eða send kaupanda. Sé gallaðri vöru skilað með endursendingu greiðir H verslun sendingarkostnað. Sýna þarf kvittun eða senda rafrænan reikning með til staðfestingar á því að hin gallaða vara hafi verið keypt í H verslun. Um galla fer að öðru leyti samkvæmt lögum nr. 2003/48 um neytendakaup.

Mistök í afgreiðslu á vöru eru að sjálfsögðu leiðrétt eins fljótt og hægt er, kaupanda að kostnaðarlausu. Rangt afgreiddar vörur verða þó að berast innan viku frá endurgreiðlu þannig að leiðrétta megi mistök við afgreiðslu og afhenda kaupanda rétta vöru

9. Hvernig skila ég vöru?

Vörur sem keyptar eru í H verslun má skila í verslunina sjálfa eða með endursendingu. Vörum sem skilað er í verslunina þarf að fylgja kvittun eða afrit af rafrænum reikningi til staðfestingar á því að vara hafi verið keypt í H verslun. Hafi viðskiptavinur keypt vöruna í vefverslun, fengið hana senda en vill skila henni í formi endursendingar þá fyllir hann út miða sem fylgir pöntuninni með upplýsingum um nafn, pöntunarnúmer og greiðslumáta. Viðskiptavinur getur þannig annaðhvort fengið vöruna endurgreidda inn á sama greiðslumiðil og notaður var við kaupin eða óskað eftir sömu vöru í annarri stærð eða lit sé slík vara til á lager. Endursendum vörum skal pakkað vel inn þannig að þær skemmist ekki í flutningi. Kaupandi ber ábyrgð á vörum í endursendingu þar til hún er móttekin af H verslun. Kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda. Frekari fyrirspurnum varðandi endursendingar má beina á netfangið: vefverslun@hverslun.is

10. Meðhöndlun persónuupplýsinga

Öll meðferð persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndaryfirlýsingu H verslunar þar sem finna má m.a. upplýsingar um eftirfarandi:

  • Meðhöndlun persónuupplýsinga vegna almennra samskipta við H verslun
  • Meðhöndlun persónuupplýsinga við heimsókn á vefsíðu H verslunar
  • Meðhöndlun persónuupplýsinga við kaup á vörum í vefverslun H verslunar
  • Meðhöndlun persónuupplýsinga í tengslum við markaðs- og kynningarstarf H verslunar
  • Meðhöndlun persónuupplýsinga í tengslum við rafræna vöktun í H verslun

Persónuverndarlög kveða á um og tryggja einstaklingum ákveðin réttindi varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér nánar þau réttindi í persónuverndaryfirlýsingu H verslunar. Frekari fyrirspurnum má beina til persónuverndarfulltrúa á netfangið: personuvernd@icepharma.is

11. Höfundaréttur

Allt efni sem birtist á vefsvæði H verslunar s.s. texti, grafík, video, lógó og myndir, eru eign H verslunar, Icepharma hf. og samstarfsaðila og nýtur höfundaréttarverndar og eftir atvikum einkaréttarverndar. Efnið má ekki nota, breyta, birta, endurgera, afrita, selja eða hagnýta á annan hátt af þriðja aðila án leyfis og samþykkis H verslunar.

12. Lög og varnarþing

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.