Fara í efni
Gleymt lykilorð Nýskráning
Þú nýskráir þig í H klúbbinn í fyrstu kaupum.

Karfan þín

Karfan er tóm.

 • Við erum flutt að Bíldshöfða 9. Opið 10-18 mán-fös og 11-16 lau

Skilmálar

 1. Almennt um gildissvið

H Verslun selur vörur til kaupanda í verslun sem og í vefverslun sinni á vefsvæðinu: www.hverslun.is Viðskiptaskilmálar þessir gilda um kaup á vöru í H Verslun og í vefverslun sem er í eigu Icepharma hf., kt. 6202696119, Lyngháls 13, 110 Reykjavík. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur H Verslunar (''seljandi'') annars vegar og kaupanda vöru (''viðskiptavinur'' eða ''notandi'').

Kaupandi er sá einstaklingur sem kaupir vöru í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi getur líka verið fyrirtæki og eiga þá við lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Um viðskipti í vefverslun H Verslunar gilda lög nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga og um rétt kaupenda til að falla frá samningi gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016. Um viðskiptin í vefverslun gilda einnig lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Ofangreind lög gilda um réttarstöðu kaupanda og seljanda þegar sérstökum ákvæðum þessara viðskipta

Með því að samþykkja skilmála þessa staðfestir kaupandi að hann er upplýstur um rétt sinn og skyldur við kaup á vöru í H verslun. Frávik frá þessum skilmálum telst ekki samþykkt nema með undirritun seljanda. H Verslun áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og munu breytingarnar verða tilkynntar með a.m.k. 30 daga fyrirvara á vefsíðu H verslunar. Skilmálar þessir taka gildi þann 4.2.2021 og eiga við um kaup á vöru í verslun og/eða í vefverslun eftir því sem við á hverju sinni.

2. Meðhöndlun persónuupplýsinga

Öll meðferð persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga o.fl. Ítarlegar upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga og réttindi einstaklinga má finna á vef Icepharma: www.icepharma.is/personuverndarstefna þar sem finna má m.a. upplýsingar um eftirfarandi:

 • Vinnsla persónuupplýsinga við heimsókn í vefverslun
 • Vinnsla persónuupplýsinga vegna fyrirspurna og kvartana
 • Vinnsla persónuupplýsinga um viðskiptavini vefverslana
 • Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við markaðs- og kynningarstarf
 • Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við rafræna vöktun

Icepharma (sem rekstraraðili H Verslunar) kemur fram sem ábyrgðaraðili, í skilningi persónuverndarlaga, hvað varðar söfnun og vinnslu persónuupplýsinga einstaklinga sem heimsækja vefverslun og/eða eiga í viðskiptum við H Verslun. Upplýsingar um viðskipti eða notenda verða ekki seldar eða afhentar þriðja aðila en fyrirtækinu kann hins vegar að vera nauðsynlegt að miðla ákveðnum upplýsingum til þjónustuaðila sinna, s.s. flutningsaðila, þannig að vara verði afhent viðskiptavini að beiðni hans. Slík miðlun upplýsinga fer eingöngu fram sé hún heimil samkvæmt lögum og þannig að ávallt sé gætt að upplýsingarnar séu meðhöndlaðar í samræmi við persónuverndarlög.

Persónuverndarlög kveða á um og tryggja einstaklingum ákveðin réttindi varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér nánar þau réttindi í persónuverndarstefnu Icepharma, sjá hér. Frekari fyrirspurnum má beina til persónuverndarfulltrúa Icepharma á netfangið: personuvernd@icepharma.is

3. Um notkun vafrakaka

Þegar einstaklingur heimsækir og notar vefverslun H Verslunar safnast tæknilegar upplýsingar með sjálfvirkum hætti, þ.e. með notkun vafrakaka, atvikaskráningu og svipaðri tækni. Dæmi um slíkar upplýsingar eru t.d. upplýsingar um IP-tölu og auðkenni þess tækis sem notað er til að heimsækja vefverslun H verslunar, tegund vafra sem notaður er, leitarsaga, tungumálastillingar o.fl.

Söfnun persónuupplýsinga í þessum tilgangi byggist ýmist á samþykki einstaklings eða á lögmætum hagsmunum H Verslunar/Icepharma sem felast í því að geta veitt notendum góða upplifun við heimsókn í vefverslun og til að stuðla að frekari þróun hennar. Nánari upplýsingar um notkun vafrakaka má finna hér.

4. Notendaskráning, aðgangur og ábyrgð

Viðskiptavinir geta valið að stofna eiginn aðgang í vefverslun, á hverslun.is, og/eða skrá sig í H klúbbinn. Aðild að H klúbbi færir meðlimum ýmis fríðindi, s.s. frí heimsending með fyrstu pöntun, frí heimsending almennt ef verslað er fyrir kr. 7.000,- eða meira (í stað 10.000), tilkynningar um nýjar vörur og afslætti á undan öðrum, sérstök tilboð sem eingöngu standa meðlimum til boða o.fl. Stofnun aðgangs og skráning í H klúbbinn er val hverju sinni og viðskiptavinir geta alltaf framkvæmt vörukaup í gegnum vefverslun H Verslunar án þess að stofna aðgang og án þess að gerast meðlimir í H klúbbnum.

Hvort sem viðskiptavinur stofnar aðgang eða framkvæmir vörukaup án þess að vera innskráður þarf alltaf að skrá eftirfarandi upplýsingar; nafn, kennitala, símanúmer og heimilisfang. Upplýsingarnar teljast nauðsynlegar þannig að hægt sé að afgreiða pantanir viðskiptavinar. Upplýsingarnar eru varðveittar í samræmi við persónuverndarlög.

Við skráningu í H klúbbinn er einnig óskað eftir upplýsingum um kyn og áhugamál þess sem skráir sig. Upplýsingarnar eru notaðar í markaðslegum tilgangi, s.s. til að greina kauphegðun og einstaklingsmiða upplifun viðkomandi við heimsóknir í vefverslun o.fl. Slík skráning er einstaklingum þó alltaf valkvæð.

Sem skráður notandi í vefverslun ber viðskiptavinur ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem viðskiptavinur kann að nota til aðgangs á vefsvæðinu. Við nýskráningu samþykkir viðskiptavinur að bera ábyrgð á allri notkun er tengist aðganginum. H Verslun áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggisástæðum eða

Ef viðskiptavinur er undir 16 ára aldri ber honum að upplýsa foreldra eða forráðamann um skilmála þessa og fá samþykki þeirra áður en stofnaður er aðgangur í vefverslun og áður en vörukaup eru framkvæmd.

Þurfi viðskiptavinur að koma á framfæri upplýsingum er tengist aðgangi hans á hverslun.is er hægt að gera það með því að senda tölvupóst á netfangið: vefverslun@hverslun.is.

5. Upplýsingar um vörur og verð

H Verslun selur vörur í verslun og í vefverslun og býður kaupanda að vitja vörunnar í verslun eða fá vöruna senda á skilgreindan áfangastað. Allt verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar.

6. Pöntun, greiðsla og rafrænn reikningur fyrir vörukaupum í vefverslun

H Verslun notar örugga greiðslugátt frá Valitor á Íslandi. Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti. Viðskiptavinur þarf að staðfesta greiðslu með 3D Secure öryggiskóða sem hann fær sendan í það símanúmer sem tengt er við það greiðslukort sem viðskiptavinur hyggst nota við greiðslu á vörukaupum. Einnig er hægt að nota greiðslulausnina Netgíró þegar greitt er fyrir vörur.

Við pöntun í vefverslun fær viðskiptavinur sendan tölvupóst sem staðfestir pöntun hans. Í kjölfarið, þegar greiðsla fyrir kaupunum hefur borist og verið afgreidd, fær viðskiptavinur sendan rafrænan reikning í tölvupósti.

7. Gjafabréf

Viðskiptavinir geta greitt með gjafabréfi bæði í verslun og vefverslun. Þegar greitt er með gjafabréfi í vefverslun er kóði fylltur inn í viðeigandi reit og virkjaður. Gjafabréf gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

8. Afhendingar- og sendingarmáti

Viðskiptavinur sem kemur í verslun og kaupir vöru fær vöruna afhenta þar. Vara sem keypt er í vefverslun H Verslunar getur kaupandi ýmist valið að sækja í H Verslun, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, eða valið að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað. Opnunartími H Verslunar er milli kl. 12 - 17 alla virka daga.

Sóttar pantanir:
Kaupandi, sem pantað hefur í gegnum vefverslun H Verslunar en velur að sækja pöntun í verslun, skal framvísa staðfestingu á vörukaupum, s.s. rafrænum reikningi, er hann vitjar vörunnar. H Verslun tekur sér 2-3 virka daga til afgreiðslu sóttra pantana. Kaupanda berst staðfesting í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun.

Sendar pantanir:
Velji viðskiptavinur að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað tekur H Verslun sér 2-3 virka daga þar til vöru er komið til flutningsaðila sem flytur hana á umbeðinn afhendingarstað. Gjald fyrir heimsendingu er kr. 990,- m/vsk en fellur niður ef verslað er fyrir kr. 10.000,- eða meira. Fyrir viðskiptavini sem skráðir eru í H klúbbinn er miðað við lægri upphæð, sjá nánari upplýsingar í kafla 4.

Pósturinn er dreifingaraðili H Verslunar og sér um sendingu á keyptum vörum til viðskiptavina. Um afhendingu vörunnar gilda því afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins. Eingöngu er hægt að fá vörur H Verslunar sendar innan Íslands. H Verslun áskilur sér rétt til að breyta skilmálum er varða verð, afhendingar- og sendingarmáta, án fyrirvara.

9. Skilaréttur

Vefverslun:

Framvísun reiknings eða skilamiði eru skilyrði fyrir vöruskilum.

Eftir að kaupandi hefur móttekið vöru er hann hvattur til að yfirfara vöruna og ganga úr skugga um að reikningur sé í samræmi við pöntun. Viðskiptavinur hefur rétt á að skila ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá því að viðskiptavinur veitti vörunni viðtöku og fá hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðsla vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins en annar kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda.

Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:

 • Að varan sé í fullkomnu lagi
 • Að varan sé ónotuð
 • Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum

H Verslun metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.

Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.

Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það um leið og galla er vart með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: vefverslun@hverslun.is. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Framvísa þarf reikningi til staðfestingar að vara hafi verið keypt í H Verslun. Gölluð vara er endurgreidd ásamt sendingarkostnaði eða annað eintak af sömu vöru er sent til kaupanda honum að kostnaðarlausu.

Vörum með skilamiða (hvítur á lit) fæst skilað innan þess tíma sem tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við verð vörunnar við skil nema að reikningi sé framvísað. Kaupandi sendir beiðni um skil á netfangið: vefverslun@hverslun.is Kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda.

Vörum með afsláttarskilamiða (svartur á lit) fæst skilað innan þess tíma sem tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við kaupverð vörunnar með afslætti. Kaupandi sendir beiðni um skil á netfangið: vefverslun@hverslun.is Kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda.

Verslun:

Kvittun fyrir kaupum eða skilamiði eru skilyrði fyrir vöruskilum.

Viðskiptavinur getur skilað ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá þeirri dagsetningu sem vísað er til á kvittun og fengið hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðslan miðast við það söluverð sem tilgreint er á kvittun fyrir kaupunum. Eftir 14 daga frá vörukaupum er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði vörunnar á kassakvittun. Skilafrestur á almennri vöru er að hámarki 30 dagar en 14 dagar á tilboðs-/útsöluvöru.

Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:

 • Að varan sé í fullkomnu lagi
 • Að varan sé ónotuð
 • Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum

H Verslun metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.

Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.

Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: vefverslun@hverslun.is um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að vara hafi verið keypt í H Verslun. Gölluð vara er endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent kaupanda.

Vörum með skilamiða (hvítur á lit) fæst skilað innan þess tíma er tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við verð vörunnar við skil nema að kvittun sé framvísað.

Vörum með afsláttarskilamiða (svartur á lit) fæst skilað innan þess tíma er tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við kaupverð vörunnar með afslætti.

10. Póstlisti

Viðskiptavinir H Verslunar geta skráð sig á póstlista H Verslunar og H Magasín og þar með samþykkt viðtöku tölvupósts sem inniheldur kynningar- og markpóst. Upplýsingarnar sem safnast í tengslum við skráningu á póstlista eru eingöngu notaðar í þeim tilgangi að senda hinum skráða fréttir og fróðleik af H Magasín, upplýsingar um tilboð, vörur og vöruframboð í H Verslun, upplýsingar um viðburði, kannanir og tilkynningar um gjafaleiki og vinningshafa í gjafaleikjum o.fl. Hvorki póstlistinn sjálfur né einstakar upplýsingar sem viðskiptavinir skrá er deilt með þriðja aðila að undanskildu Mailchimp sem hýsir póstlistann. Persónuupplýsingar sem H Verslun safnar við skráningu á póstlista eru varðveittar í samræmi við persónuverndarlög.

Hér má skrá sig á póstlista H Verslunar og H Magasín.

Viðskiptavinur getur ávallt breytt stillingum sínum og/eða afskráð sig af póstlistanum og þar með hafnað viðtöku markpósts. Hægt er að gera slíkt með því að smella á tengil neðst í póstinum og staðfesta afskráningu eða með því að senda beiðni þess efnis á netfangið: personuvernd@icepharma.is.

11.Höfundaréttur

Allt efni sem birtist á vefsvæði vefverslunar s.s. texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Icepharma hf.

12.Lög og varnarþing

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.

13. Frekari upplýsingar

Hafi viðskiptavinur spurningar sem ekki má finna svör við í skilmálum þessum er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: vefverslun@hverslun.is