Karfan er tóm.
14 daga greiðslufrestur er í boði fyrir þessa vöru.
Verðskrá Síminn Pay má finna hér.
Miðað við greiðslur á vöxtum.
lántökugjald og færslugjald á mánuði.
Árleg hlutfallstala kostnaðar:
Heildarkostnaður:
Meira um vöruna
Pegasus Premium tekur svörun í dempun á næsta stig með þrefaldri samsetningu af öflugustu hlaupatækni Nike. Skórinn sameinar ZoomX-froðu, mótaða Air Zoom-loftpúðun í fullri lengd og ReactX-froðu og skilar þannig meiri orkuendurgjöf en nokkur annar Pegasus áður. Útkoman er einstaklega léttur og kraftmikill hlaupaskór sem hjálpar þér að halda hraðanum með minni fyrirhöfn. Fóturinn hvílir ofan á fullri lengd af ZoomX-froðu, sem er svörunarmesta froða Nike og skilar ótrúlegri orku í hverju skrefi. Undir henni er ReactX-froða sem er 13% svörunarmeiri en fyrri React-tækni og tryggir mjúka, jafna og stöðuga hlaupaupplifun. Innbyggð Air Zoom-eining í fullri lengd veitir léttleika og fjaðuráhrif undir ilinni og eykur hraða og lipurð í hlaupunum. Yfirbyggingin er úr sérhönnuðu netefni sem er bæði létt og vel loftræst, heldur fótnum stöðugum og dregur úr þyngd skósins fyrir enn betri frammistöðu. Breyttur Waffle-ytri sóli úr slitsterku gúmmíi veitir gott grip og endingu á mismunandi undirlagi. Upplýsingar um vöruna: Þyngd ca. 275 g (kvenstærð UK 5,5) Hæðarmunur frá hæl til táar: 10 mm
Um vörumerkið
Nike er amerískt íþróttavörumerki sem var stofnað árið 1964 af frjálsíþróttamanninum Phil Knigt og þjálfara hans Bill Bowerman í Beaverton Oregon. Í upphafi hét fyrirtækið Blue Ribbon Sports eða allt til ársins 1971 þegar nafninu var svo breytt í NIKE eins og við þekkjum það í dag. Núna er NIKE stærsta íþróttavörumerki í heiminum.